Eftir langt og líklega langþráð jólafrí mættu nemendur aftur til starfa hinn 6.janúar, eða á sjálfum þrettándanum. Þá var um margt að ræða eins og eðlilegt er eftir langt hlé á daglegum störfum. Eftir að bjallan hringdi á þessum fallega, en nokkuð kalda mánudegi gengu nemendur til hefðbundinna verka eins og jafnan og hófst þá nýtt tímabil fullt af tilhlökkun með aukinni birtu, enda líklega búið að syngja nóg í bili af lögum um myrkur og sól sem lágt er á lofti.