Í gær lenti Einar Kárason í þriðja sæti í Stóru upplestrarkeppninni sem haldin var í Bóknámshúsi FNV á Sauðárkróki. Keppnin var að sögn áheyrenda jöfn en endaði þó að Jón Pálmason, Árskóla, hreppti fyrsta sætið, Íris Helga Aradóttir, einnig Árskóla, lenti í öðru sæti og Einar í því þriðja, eins og áður sagði. Í ár lásu nemendur brot úr skáldsögu Andra Snæs Magnússonar, Blái Hnötturinn sem og valin ljóð eftir Steinunni Sigurðardóttur.
Nokkrar myndir fylgja fréttinni, ásamt fleiri úr skólalífinu í vetur. Hér má einnig lesa frétt í Feyki um keppnina.