Þeir nemendur sem báru sigur úr býtum voru þau Haraldur Hjalti L. Bjarnason og Ólöf Helga Ólafsdóttir auk varamanns, Sigurbjargar Svandísar Guttormsdóttur.
Tilgangur keppninnar er að efla áhuga og færni nemenda í upplestri og bókmenntum. Í vetur hafa nemendur æft upplestur af kappi en í keppninni lásu þeir upp texta og ljóð að eigin vali. Dómnefndin var skipuð þeim Söru Regínu Valdimarsdóttur, Agnari Gunnarssyni og Ragnheiði Sövik en þau voru ekki öfundsverð af hlutskipti sínu þar sem keppendur stóðu sig afar vel.
Auk upplestursins fengu áheyrendur að hlýða á hljóðafæraleik tveggja nemenda, Ingibjörg Agnarsdóttir og Kolbrá Sigrún Sigurðardóttir léku á píanó. Kynnar voru Arnar Logi Róbertsson og Iðunn Kolka Gísladóttir.
Aðalkeppnin fer fram í Bóknámshúsi FNV þann 14. mars næstkomandi.
Við óskum lesurum öllum og sigurvegurum hjartanlega til hamingju með árangurinn!