Framúrskarandi árangur enn og aftur. Ari Óskar Víkingsson úr Varmahlíðarskóla hreppti fyrsta sæti og Friðrik Snær Björnsson var í öðru sæti. Flott hjá ykkur! Þórkatla B.S. Þrastardóttir var fulltrúi skólans sem og Dalmar Marinósson sem varamaður og var upplestur þeirra líka einkar góður. Ester María Eiríksdóttir var í þriðja sæti en hún kemur úr Grunnskólanum austan Vatna á Hofsósi.
Stóra upplestrarkeppnin í Skagafirði var haldin í sal bóknámshúss Fjölbrautaskólans í gær en þar öttu kappi tólf nemendur úr grunnskólum Skagafjarðar og lásu sögukafla og tvö ljóð. Nemendurnir stóðu sig með stakri prýði og báru þess glöggt vitni að hafa æft sig af kappi og fengið góða þjálfun hjá kennurum sínum. Í viðurkenningarskyni fengu allir keppendur sérprentaða bók með ljóðum eftir Guðfinnu Þorsteinsdóttur (Erlu). Auk þess fengu verðlaunahafar gjafabréf frá Íslandsbanka.
.