Tilgangur keppninnar er að efla áhuga og færni nemenda í upplestri og bókmenntum. Í vetur hafa nemendur æft upplestur af kappi en í keppninni lásu þeir upp texta og ljóð að eigin vali. Dómnefndin var skipuð þeim Álfheiði Freyju Friðbjarnardóttur, Laufeyju Leifsdóttur og Ragnheiði Sövik en þær voru ekki öfundsverðar af hlutskipti sínu þar sem keppendur stóðu sig afar vel.
Auk upplestursins fengu áheyrendur að hlýða á hljóðafæraleik þriggja nemenda í 6. bekk. Ingigerður Magnúsdóttir lék á píanó, Guðmundur Smári Guðmundsson á harmonikku og Davíð Einarsson á saxófón og léku þau öll afbragðsvel. Við óskum lesurum öllum og sigurvegurum hjartanlega til hamingju með árangurinn!