Spakmæli vikunnar

„Kveiktu á kerti frekar en að sitja í myrkrinu“.   Varmahlíðarskóli er heilsueflandi grunnskóli og í vetur leggjum við áherslu á geðrækt.  Auk fræðslu innanhúss er áætlað að fá fyrirlestra fyrir nemendur, aðstandendur og starfsfólk um geðræktarmál. Sérstök áhersla verður lögð á geðorðin 10 og fær hver umsjónarbekkur sitt geðorð til að kryfja og miðla þekkingu um. Geðveikt horn er að fæðast í setustofunni þar sem fræðsluefni verður sýnilegt og þar verður kassi sem má setja í nafnlausar fyrirspurnir og óskir um allt er viðkemur andlegu heilbrigði. Síðast en ekki síst er markmiðið að minnka fordóma um það að vera „geðveikur“ , vinna að forvörnum og fræða um hvernig og hvar er hægt að fá hjálp.  Settur verður upp tengill á heimasíðu skólans um heilsueflandi grunnskóla og hvað skólinn okkar hefur gert til að standa undir merkjum.