Skráning í frístund, starfsemi frá 18. ágúst

Opið er fyrir skráningu barna í frístund á komandi skólaári. Foreldrar eru hvattir til að skrá börn sín sem fyrst. Börn úr 1. og 2. bekk hafa forgang umfram eldri börn.

Skráning er rafræn á meðfylgjandi link, skráning í frístund.

Starfsemi frístundar hefst 18. ágúst, viku fyrir skólasetningu. Fyrir þá daga (18.-24. ágúst), þarf að skrá vistun sérstaklega með því að senda tölvupóst á fristund@vhls.is og tilgreina daga og tímasetningar.

Frístund er heilsdagsvistun við Varmahlíðarskóla, fyrir nemendur í 1.-4. bekk. Lögð er áhersla á hlýlegt og öruggt umhverfi, góð samskipti, frjálsan og skapandi leik þar sem börnin velja sjálf viðfangsefni.

Frístund starfar daglega frá því skóla lýkur og fram til kl. 16:30. Boðið er upp á að velja mismunandi vistunardaga. Lokað er í jóla- og páskafríum og á árlegum fræðsludegi skólanna. Opið er á starfs- og viðtalsdögum, vetrarfrísdögum og á haustþingsdegi kennara.

Kostnaður fyrir vistun í frístund er samkvæmt gjaldskrá Sveitarfélagsins Skagafjarðar

Skráning er bindandi samkvæmt Innritunarreglum fyrir frístund í Skagafirði.

Athygli er vakin á að frístund er opin eftir að skóladegi lýkur (frá skólaaksturstíma) og því þurfa foreldrar/forsjáraðilar að sækja börn sín eftir vistunartíma í frístund þar sem skólarútur aka nemendum heim strax að skóladegi loknum.

Fyrirspurnir má senda á fristund@vhls.is eða hringja í síma 455 6020.