Fimmtudaginn 26. ágúst er skólasetning og jafnframt fyrsti skóladagur skólaársins. Nemendur mæta kl. 9:00 í skólann og skóladagur er til kl. 12.00. Skólabílar aka. Nemendur koma saman á skólastigum, yngsta stig, miðstig og unglingastig, þar sem skóli verður settur og síðan er önnur dagskrá hjá umsjónarkennurum. Morgunhressing verður um kl. 10:00.
Foreldrum er frjálst að fylgja sínum börnum ef þeir kjósa en við minnum á ráðstafanir v.covid (grímuskyldu og sótthreinsun).
Umsjónarkennarar á yngsta stigi eru Hrund Malín Þorgeirsdóttir og Sara Gísladóttir (1.-2. bekkur), Birgitta Sveinsdóttir og Hafdís Guðlaug Skúladóttir (3.-4. bekkur).
Á miðstigi eru umsjónarkennarar Helga Sigurðardóttir, Sigrún Benediktsdóttir og Þyrey Hlífarsdóttir.
Á unglingastigi eru það Íris Olga Lúðvíksdóttir, Ólafur Atli Sindrason og Unnur Erla Sveinbjörnsdóttir sem hafa umsjón.
Við vekjum athygli á að fyrstu skóladagar í næstu viku eru heilsueflandi hreyfidagar, þá daga er ekki kennt eftir stundaskrá heldur er dagskrá helguð hreyfingu, útivist og samveru. Á mánudegi og þriðjudegi er skóladagur styttri eða til kl. 12:30.
Við hlökkum til að sjá ykkur og til samstarfsins á komandi skólaári.
Stjórnendur og starfsfólk Varmahlíðarskóla