Á miðvikudaginn þann 12. mars fara nemendur í 8., 9. og 10. bekk í skólahreystiferð til Akureyrar. Aðaltilgangur ferðarinnar er að hvetja okkar lið til dáða í Norðurlandskeppninni. Keppendur að þessu sinni eru: Sigfinnur Andri Marinósson, Vésteinn Karl Vésteinsson, Rósa Björk Borgþórsdóttir og Fríða Isabel Friðriksdóttir. Til vara verða Einar Örn Gunnarsson og Sigríður Vaka Víkingsdóttir. Þar að auki fá elstu nemendurnir að kynna sér framhaldsnám í VMA og MA. Skautahöllin verður heimsótt og allar borða saman á Greifanum seinni partinn. Heimkoma er áætluð kl. 19:30.