Skólahlaup

 

Í dag fór fram hið árlega skólahlaup sem hefur verið fastur liður í skólastarfinu um árabil. Reyndar er ekki hefðbundið að hlaupið sé á þorra en ýmsu má breyta í takt við veður og vinda. Að hlaupi loknu gátu nemendur farið í sund og teygt á eftir hlaupin. Eftir það var komið að hádegisverði og svo var haldið áfram þar sem frá var horfið við námið eftir hressandi útiveru.