Í gær ferðuðust nemendur 1. - 4. bekkjar heim að Hólum í Hjaltadal. Séra Gylfi tók á móti nemendum og sagði sögu staðarins. Eftir grandskoðun á kirkjunni og turninum var farið í sund og endað svo í grilli hjá gamla fjósinu á Hólum. Áður en heim var farið heimsóttu Varmhlíðingar nemendur í Grunnskólanum á hólum, farið var í útistofuna, drukkið þar nesti og náttúrulegt leiksvæði prófað til hins ítrasta.