Skólaárinu 2019-2020 er að ljúka. Skólaráð og fræðsluyfirvöld hafa samþykkt skóladagatal næsta skólárs. Skólastarf nemenda hefst 25. ágúst næstkomandi. Frístund starfar frá 18. ágúst fyrir skráð börn.
Samráðsdagar verða 6. október og 5. febrúar, samráðsdagur 14. október og haustfrí 15.-16. október. Litlu jólin eru á föstudeginum 18. desember og á nýju ári, árið 2021 hefst skólastarf á mánudegi 4. janúar. Vetrarfrí hefst eftir öskudaginn og verður 18.-19. og 22. febrúar. Páskarnir verða í fyrra lagi á næsta ári, páskaleyfi frá 29. mars til 6. apríl.
Við hvetjum fólk til að kynna sér dagatalið og skipuleggja sig í samræmi við það.