Biðin eftir skíðafæri getur verið löng og erfið og sú bið tók loks enda. Í vikunni gafst tvisvar gott færi og fóru nemendur í tveimur hópum á skíði, á fimmtudag fóru nemendur í 1.-3.b ásamt nemendum á unglingastigi í Tindastól og í dag fóru nemendur í 4.-7.b á sama stað. Sólin skein og má segja að dagarnir hafi verið eins og eftir pöntun. Samkvæmt spánni er ekki víst að margir slíkir dagar verði á næstunni þar sem ekki er mikill snjór um þessar mundir og hann tekur hratt upp í þessu tíðarfari. Hlýju veðri er spáð næstu daga og var þetta því kannski síðasti möguleikinn á skíðaferð í bili. Hvort svo verður er erfitt að segja til um, enda alltaf erfitt að spá fyrir um framtíðina, en það er alltaf hægt að gleðjast yfir góðum og vel heppnuðum ferðum.