Allir sléttu tölu bekkir - 2., 4., 6., 8., og 10. bekkir - fluttu atriði fyrir aðra nemendur og starfsfólk og var álit margra að atriðin hafi verið afar fjölbreytt og skemmtileg. Annar bekkur flutti Krummavísur og söng svo broslagið, með dyggri aðstoð 1. bekkjar. Nemendur 4. bekkjar fluttu málshætti en þrír nemendur 6. bekkjar spiluðu á hljóðfæri á meðan hinir 6. bekkingarnir fluttu hljóðlátan gjörning. Einnig tróðu tveir úr bekknum upp með frumsamin lög. 8. bekkur ljóðlas þýðingu á hinu vinsæla lagi ,,What does the Fox say", í boði Google Translate. Nemendur 10. bekkjar fluttu ljóð og sungu svo lagið ,,Stóð ég út í tunglsljósi".