Allt í kringum okkar geta leynst hættur og er kannski hvergi líklegra að rekast á þær en í hinum stafræna heimi. Þar er hætta á að verða fyrir stafrænu ofbeldi. Nemendum í 7.bekk er nú veitt fræðsla um efnið og fá þeir svo færi á að velta því fyrir sér og hvernig megi varast hætturnar. Nemendur geta svo sent inn stuttmynd í samkeppni til þess að sýna hvernig þeir nálgast viðfangsefnið og einnig til þess að aðrir geti séð hvernig hætturnar virðist í augum annarra.