Samráðsdagurinn 28. janúar 2014

Í skólastarfinu eru samráðsdagar með foreldrum mjög mikilvægir. Þar hittast foreldrar, nemandi og umsjónarkennari til þess að fara yfir skólagöngu barnsins í hvert sinn. Á þessum fundum er rætt um sterkar hliðar, námslega stöðu, væntingar, líðan og hegðun svo eitthvað sé nefnt. Niðurstöður þessara viðtala ber að hafa að leiðarljósi þegar áframhaldandi nám og samstarf er skipulagt.