Samráðsdagur

Enn er komið að samráðsdegi, en hann verður miðvikudaginn 29.janúar. Þar gefst gott færi á því að líta yfir farinn veg og skoða hvað vel hefur gengið. Í framhaldinu er svo rætt um næstu skref. Hér má aftur vísa í Tómas Guðmundsson og segja: eiginlega er ekkert bratt, aðeins mismunandi flatt.

Einnig má minna á að þann dag verða nemendur með vöfflusölu og er því hægt að setjast þar niður og njóta flatra veitinga.