Samráðsdagur 1.október

Eftir að skólastarf fer af stað er hefð fyrir því að umsjónarkennarar fundi með nemendum og foreldrum til þess að fara yfir stöðu mála og leggi á ráðin um framhaldið. Sums staðar í samfélaginu er talað um að dregnar séu upp margs konar hugsanlegar sviðsmyndir af framtíðinni, annars staðar er talað um að staðan sé tekin eða að haldnir séu stöðufundir og einnig hefur heyrst talað um að kortleggja stöðuna. Allt getur þetta átt við og er smekksatriði hvernig sagt er frá ef sú hugsun kemst til skila að farið sé yfir það hvernig miði í daglegu starfi og hvernig talið er vænlegast að sem mest verði úr tímanum hjá hverjum og einum og að árangurinn verði sem bestur og mestur og geti þannig stuðlað að heill og hamingju þjóðar.