Í ár voru það 16 verk sem kepptu um titilinn en þemað var frjálst. Eftir hádegi komu allir saman í setustofu þar sem Bryndís kynnti úrslit kosningarinnar. Sigurvegarar keppninnar voru Hrafnhildur og Amalía Sigurrós í 10. bekk, í öðru sæti lentu þær Anna Baldvina, Ásdís Ósk og Þórdís Inga í 10. bekk og lentu Inga og Kolbrún Birna í 9. bekk fengu þriðja sætið. Það var samdóma álit kjósenda að piparkökuhúsin - og ekki-húsin - væru afar fjölbreytt og almennt mjög vönduð í ár. Fréttamaður Feykis var á staðnum og birtist myndband á vef Feykis.