Páskakveðja

Starfsfólk Varmahlíðarskóla sendir kærar páskakveðjur til nemenda og foreldra. Vonandi njótið þið frídaganna með ykkar nánustu og gerið eitthvað skemmtilegt heima við. Allir eru hvattir til að nota tímann vel og lesa. Það er skemmtilegt lestrarátak í apríl undir heitinu Tími til að lesa. Með því að skrá lesturinn geta allir átt þátt í heimsmeti sem Íslendingar stefna á. Heimsmet sem vonandi verður skráð í Heimsmetabók Guinness.  

Fyrsti skóladagur eftir páska verður miðvikudaginn 15. apríl. Samkomubann hefur verið framlengt fram í byrjun maí og því verður áframhald á skertu skólastarfi sambærilegt því sem verið hefur. Ef breytingar verða á áætlun skólastarfs eftir páska verða send boð um leið og það liggur fyrir.

Við viljum þakka fyrir góðar kveðjur sem okkur hafa borist, það er ómetanlegt að fá klapp á bakið og finna stuðning og samstöðu ykkar foreldra og nærsamfélags. Sömuleiðis viljum við senda ykkur þakkir fyrir að taka vel þeim áskorunum sem samkomubann og breytt skólahald hefur haft í för með sér. Með áframhaldandi samvinnu stöndum við sterkari saman í gegnum þessa tíma.