Og þá var kátt í höllinni

Þó að við nálgumst senn dimmustu daga ársins og dagsbirtan sé afar takmörkuð um þessar mundir má finna margt til þess að gleðjast yfir. Það má til dæmis gleðjast yfir því að jólin skuli vera að nálgast, yfir jólaljósum, jólatónleikum og jólalögum svo að eitthvað sé nefnt. Einnig má gleðjast yfir því að í dag var gengið frá umhverfi kastalans sem var settur upp á lóð skólans nú í haust. Nemendur á miðstigi söfnuðu fyrir honum á vordögum og sáu sjálfboðaliðar um að koma honum upp. Víðimelsbræður gáfu jarðvinnuna, Steypustöð Skagafjarðar gaf steypuna sem fór undir kastalann og Uppsteypa gaf vinnuna við uppsetninguna. Höfðinglegt framlag svo að ekki sé meira sagt og sýnir mikla velvild sem ástæða er til þess að þakka fyrir og muna eftir því að slíkt er ekki sjálfgefið.