Nýsköpunarkeppni grunnskólanna - tveir nemendur áfram í vinnusmiðju NKG 2022

Nemendur í 5. - 7. bekk tóku þátt í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna á dögunum og sendu inn nokkuð margar hugmyndir. Af 25 hugmyndum sem komust áfram til að taka þátt í vinnusmiðju NKG 2022 í Reykjavík áttu þær Sigurbjörg Inga Sigfúsdóttir og Sigurbjörg Svandís Guttormsdóttir eina. Hugmynd þeirra er LBHA app (LesBlinduHjálparAppið) sem hjálpar lesblindum að lesa og skrifa. Vinnustofan verður haldin í Háskóla Reykjavíkur, dagana 19. og 20. maí næstkomandi. 
 
Hér má sjá nánari upplýsingar um Nýsköpunarkeppni grunnskólanna