Nýsköpunarkeppni grunnskólanna

Fengu viðurkenningu frá skólanum
Fengu viðurkenningu frá skólanum

Úrslit í NKG 2014 liggja fyrir. Um 1800 umsóknir bárust frá nemendum í 5.., 6., og 7. bekk í  43 grunnskólum um allt land.  Valdir voru 45 þátttakendur út frá viðmiðum um raunsæi, hagnýti og nýnæmi. Þrír nemendur  í 7. bekk  Varmahlíðarskóla, sem sendu inn hugmyndir í keppnina komust áfram í úrslit og fá að taka þátt í vinnusmiðju dagana 22. og 23. maí nk. í Háskólanum í Reykjavík. Það eru þeir Andri Snær Tryggvason,  Ari Óskar Víkingsson  og Þórir Jóelsson. Birgitta Sveinsdóttir kennari hélt utan um vinnu nemenda í hugmynda- og umsóknarferlinu.  Til hamingju!