Niðurstöður eineltiskönnunar Olweusar voru kynntar fyrir starfsfólki og nemendum í 5.-10. bekk í lok febrúar en könnunin var lögð fyrir nemendur í 5.-10. bekk í nóvember 2017. Niðurstöðurnar eru heldur betri en í fyrra og mælist Varmahlíðarskóli nú vel undir landsmeðaltali. Sjá nánar: Niðurstöður 2017
Í Varmahlíðarskóla hefur verið unnið samkvæmt áætlun Olweusar gegn einelti og annarri andfélagslegri hegðun síðan hún var fyrst tekin upp á Íslandi haustið 2002. Áfram verður unnið undir merkjum Olweusar og samkvæmt því gegna umsjónarkennarar lykilhlutverki í baráttunni gegn einelti. Ef grunur um einelti kemur upp er mikilvægt að láta umsjónarkennara vita.