Nemendur í 8. og 9. bekk Varmahlíðarskóla tóku nýverið þátt í Pangea stærðfræðikeppni. Aðalmarkmið keppninnar er að vekja áhuga hjá ungu fólki á stærðfræði. Eftir fyrstu umferð komust nokkuð margir nemendur áfram í aðra umferð úr báðum bekkjum. Í þriðju og síðustu umferðina komust um 160 nemendur af rúmlega 4000 nemendum sem tóku þátt í keppninni og áttum við þar einn nemanda hann Daníel Smára Sveinsson sem stóð sig mjög vel.
Hér má sjá nánari upplýsingar um Pangea stærðfræðikeppni