Síðastliðinn sunnudag var Leó Einarssyni, nemanda okkar í 10. bekk, veitt verðlaun á Bessastöðum í myndakeppni forvarnardagsins en forvarnardagur forsetans er árlegur viðburður sem haldinn var 3. október sl. Leó var einn þriggja nemenda sem hlaut verðlaun að þessu sinni. Verðlaunin voru veitt í myndasamkeppni fyrir ungmenni fædd á árunum 2002-2004 og gátu þau tekið myndir og birt á samfélagsmiðlum merktar #forvarnardagur18. Bestu þrjár myndirnar voru valdar og verðlaunaðar sérstaklega. Í verðlaun voru 50.000 króna inneign hjá 66°Norður.
Verðlaunahöfum var boðið til Bessastaða, ásamt fjölskyldum sínum, til veita viðurkenningunum móttöku. Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson afhenti verðalunin. Einnig voru mættir fulltrúar þeirra sem standa að forvarnardeginum. Forvarnardagurinn er haldinn að frumkvæði embættis forseta Íslands í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga, Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ), Ungmennafélags Íslands (UMFÍ), Bandalags íslenskra skáta og Reykjavíkurborg.