Á morgun munu allir sem vettlingi geta valdið mæta í lopapeysum í skólann. Þar að auki verðum við með samkomu í setustofunni kl. 10:55 í tilefni af degi íslenskrar tungu á laugardaginn þann 16. nóvember. Þar munu nemendur úr 2. 4. 6. 8. og 10. bekkjum stíga á stokk með undirbúin atriði sem hæfa tilefni dagsins. Þá má nefna að á laugardaginn munu nemendur úr 7. bekk koma fram á skemmtun á Löngumýri sem Skagfirski kammerkórinn stendur fyrir. Dagskráin nefnist í tali og tónum og hefst kl. 16.