Hefð hefur skapast í Skagafirði að halda ljósadag 12. janúar ár hvert og minnast látinna ástvina með því að tendra ljós í skammdeginu. Nemendur í Varmahlíðarskóla tendruðu á kertum og settu í gluggana á matsalnum og setustofunni í dag í tilefni þessa dags.
Kveikjum á kerti og minnumst látinna vina og ættingja.