Ár hvert er haldin Litla upplestrarkeppnin hjá nemendum í 4. bekk og er þetta í 13. sinn sem hún er haldin. Litla upplestrarkeppnin byggir á sömu hugmyndafræði og Stóra upplestrarkeppnin þar sem ávallt er haft að leiðarljósi að keppa að betri árangri í lestri, munnlegri tjáningu og framkomu. Lögð er áhersla á virðingu og vandvirkni, allir nemendur eru með í liðinu, allir koma fram á lokahátíð og allir fá viðurkenningarskjal í lokin. Tvö tónlistaratriði voru þar sem Emma Mjöll Jóhannesdóttir og Sigríður Anna Pálsdóttir spiluðu á píanó. Nemendur í 4. bekk stóðu sig afar vel og lásu af mikilli innlifun.