Líf í nýju landi

Að setjast að í nýju landi getur verið ævintýralegt en um leið flókið. Kannski er það ekki síst flókið þegar afar lítið er vitað um nýja landið og því erfitt að gera nokkrar áætlanir þar um. Þessu hafa nemendur í 2. og 3. bekk verið að velta fyrir sér að undanförnu um leið og þeir hafa verið að fræðast um landnámsmennina. Þar kemur fram að hugleiða þarf veðurfar, að athuga hvernig er rétt að koma sér upp húsaskjóli, að hafa land til umráða svo að nokkur atriði séu nefnd.

Þá er ónefndur sá óvissuþáttur að fyrir í landinu gætu verið íbúar og þá þarf um leið að hugsa fyrir ýmsum atriðum í samskiptum við þá.

Hvaða tungumál tala þeir? Hvernig taka þeir á móti nýjum íbúum? Er pláss í nýja landinu fyrir nýja íbúa? Hvaða trú aðhyllast þeir?

 

Af fleiru er að taka í þessum efnum og verður það verkefni þessara nemenda á næstunni að ræða málið frá öllum hliðum og að reyna að sjá fyrir sér hvað blasti við þegar komið var á nýjan stað.

Að setjast að í nýju landi getur verið ævintýralegt en um leið flókið. Kannski er það ekki síst flókið þegar afar lítið er vitað um nýja landið og því erfitt að gera nokkrar áætlanir þar um. Þessu hafa nemendur í 2. og 3. bekk verið að velta fyrir sér að undanförnu um leið og þeir hafa verið að fræðast um landnámsmennina. Þar kemur fram að hugleiða þarf veðurfar, að athuga hvernig er rétt að koma sér upp húsaskjóli, að hafa land til umráða svo að nokkur atriði séu nefnd.

Þá er ónefndur sá óvissuþáttur að fyrir í landinu gætu verið íbúar og þá þarf um leið að hugsa fyrir ýmsum atriðum í samskiptum við þá.

Hvaða tungumál tala þeir? Hvernig taka þeir á móti nýjum íbúum? Er pláss í nýja landinu fyrir nýja íbúa? Hvaða trú aðhyllast þeir?

 

Af fleiru er að taka í þessum efnum og verður það verkefni þessara nemenda á næstunni að ræða málið frá öllum hliðum og að reyna að sjá fyrir sér hvað blasti við þegar komið var á nýjan stað.