Langir dagar

Þó að flestir dagar séu kannski formlega séð álíka langir eru sumir dagar lengri en aðrir þegar betur er að gáð. Það getur verið vegna þess að birtan er misjöfn og einnig vegna þess að sum verkefni eru tímafrekari en önnur. Eitt af því sem getur lengt dagana er þátttaka í margs konar félags- eða tómstundastarfi. Þegar boðið er upp á félagsmál eftir skóla er ekki að sjá að nemendur telji það eftir sér að lengja dagana, eða viðveru sína á svæðinu nokkuð, enda vitað mál að í góðra vina hópi flýgur tíminn hjá. Fjöldi mínútna skiptir því ekki öllu máli, en það skiptir frekar máli hvernig við nýtum þær.