Læsisstefna

Í Læsisráði sitja leikskólastjórar, sérkennarar leik- og grunnskóla og fulltrúi frá Tónlistaskólanum.  Læsisráðið er tengiliður við læsisteymi sem starfa í öllum leik- og grunnskólum og  leiða þau vinnuna hvert í sínum skóla en allir kennarar skólanna eiga að vera þátttakendur í gerð læsisstefnunnar. Viðfangsefni læsistefnu eru þessi: markmið og leiðir læsis, samstarf við heimilin, samfella á milli skólastiga, lestrarhvetjandi umhverfi og fjölbreyttar textategundir, einstaklingsmiðun, tvítyngi og fjöltyngi og að síðustu matstæki, skimanir og greiningar.

Í læsisteymi Varmahlíðarskóla sitja eftirtaldir: Sara R. Valdimarsdóttir (tengiliður við læsisráð), Birgitta Sveinsdóttir (fyrir yngsta stig), Hafdís Skúladóttir (fyrir miðstig) og Helga Sigurðardóttir (fyrir unglingastig).  Læsisteymið fundar hálfsmánaðarlega og stýrir þeirri vinnu sem fram fer í skólanum við læsisstefnuna.