Kristvina Gísladóttir hefur verið ráðin aðstoðarskólastjóri Varmahlíðarskóla og mun hún taka við starfinu í febrúar. Alls bárust fimm umsóknir um starfið.
Kristvina hefur starfað í Varmahlíðarskóla undanfarin 20 ár. Kristvina þekkir starf aðstoðarskólastjóra einkar vel, þar sem hún sinnti starfi aðstoðarskólastjóra Varmahlíðarskóla á árunum 2008 – 2017. Þess utan hefur hún starfað í Varmahlíðarskóla sem umsjónarkennari og námsráðgjafi á tímabili. Kristvina þekkir því stefnu og áherslur Varmahlíðarskóla afar vel ásamt því sem felst í starfi aðstoðarskólastjóra. Kristvina er fagmenntaður grunnskólakennari og að auki lauk hún diplómanámi í jákvæðri sálfræði frá Endurmenntun Háskóla Íslands í fyrra.
Um leið og við þökkum Láru Gunndísi Magnúsdóttur fyrir hennar góðu störf undanfarin ár, bjóðum við Kristvinu Gísladóttur aftur velkomna í stjórnunarteymi skólans og óskum henni velfarnaðar í sínum störfum.