Síðasti liður í fjáröflun 10. bekkjar í Varmahlíðarskóla fyrir Danmerkuferðina í vor er sólahrings íþróttamaraþon. Það hófst stundvíslega klukkan 12.10 á fimmtudegi og hefur nú, þegar þetta er skrifað, staðið í rúmlega 22 tíma. Allur skólinn hóf leika með þeim og keppti hver bekkur í sérvalinni grein við 10. bekk auk þess sem starfsmenn og 10. bekkur öttu kappi. Áheitasöfnun gekk nokkuð vel og ekki er hægt að segja annað en að krakkarnir séu samviskusemin uppmáluð að passa upp á að alltaf sé einhver á hreyfingu. Að lokum vilja nemendur í 10. bekk þakka öllum þeim sem hafa stutt þá með einum eða öðrum hætti í vetur.