Það er ekki á hverjum degi sem starfsfólk nær þeim merka áfanga að hafa lifað í hálfa öld og vera statt í vinnunni. Það gerðist í dag þann 8. maí 2014 að umsjónarkennari 6. bekkjar Sigrún Benediktsdóttir varð fimmtug. Umsjónarnemendur höfðu undirbúið veislu að eigin frumkvæði og var tekið á móti henni í fyrsta tímanum með afmælistertu með logandi kertum, blöðrum, rósum og smágjöfum. Frábært framtak hjá krökkunum og hin síunga Sigrún varð bæði glöð og hrærð yfir þessari óvæntu veislu.