Hreyfidagar

Á miðvikudag hjóluðu eða gengu yngstu nemendur niður að Lauftúni og tóku þátt í þrautabrautum og leikjum, en daginn eftir héldu þeir til í skólanum við ýmsar íþróttir, leiki og verkefni. Nemendur í 5. - 10. höfðu í nógu að snúast þessa tvo daga. Þeir fengu m.a. kynningu og þjálfun í badminton, spiluðu félagsvist, æfðu sig á klifurveggnum í Björgunarsveitarhúsinu og fóru í ýmsa leiki. Veðrið sýndi afburða tillitssemi og rigndi lítið sem ekkert á útivistafólkið! Hér eru nokkrar myndir frá deginum