Hreindýr

Ýmis dýr koma upp í hugann eftir því hvaða árstíð er. Sumir bíða lengi eftir farfuglum á vorin og gleðjast yfir hljóðunum sem færa með sér vorið. Aðrir bíða fremur eftir að þeir fari og að myrkrið taki aftur völdin smám saman. Ýmis önnur dýr eiga sér sess í huga fólks. Eitt þeirra er hreindýrið sem oft er tengt við jólin. Að undanförnu hafa nemendur á yngsta stigi fræðst um ýmislegt sem tengist þeim dýrum og hefur margt spennandi komið í ljós. Hvort veðurbreytingarnar um þessar mundir eru hrein tilviljun, eða hluti af skipulaginu er ekki gott að vita, en óneitanlega fær fólk á tilfinninguna að jólin séu nær en dagatalið segir til um.