Í vikunni heimsótti skólahópur Birkilundar nemendur í 3. og 8. bekk. Skólahópskrakkarnir fengu fínustu móttökur hjá nemendum.
Þann 21. mars var alþjóðlegi Down´s dagurinn haldinn hátíðlegur. Þorri nemenda og starfsfólks klæddi sokkum í öllu litrófinu og hittust svo í setustofunni til að hlýða á söng og spil sem og syngja saman.
Í heimsókn sinni fóru skólahópskrakkarnir m.a. í íþróttasalinn með 3. bekkingum og fengu svo smá kennslu á spjaldtölvurnar. Nemendur í 8. bekk fóru með leikskólanemana í ratleik um skólann þar sem þeir kynntust í leiðinni lykilfólki eins og Margréti riddara, Guðmundi húsverði og Stefáni tónlistakennara. Að vanda er þessi heimsókn liður í samvinnuverkefninu Gaman Saman sem starfrækt hefur verið milli leik- og grunnskólanna í Varmahlíð til fjölda ára.
Hér er myndasíða með myndum frá heimsókn skólahóps, Down´s deginum, Tækninámskeiði Þjóðleiks og ýmsu öðru.