Byrjað var á kynningu á skólanum sjálfum og þeim námsbrautum sem boðið er upp á þar. Fyrir henni stóðu þær Ólöf Ósk Guðmundsdóttir, námsbrautastjóri og Bára Sif Sigurjónsdóttir kynningarfulltrúi, sem fylgdi okkur það sem eftir var dags. Eðlilega var mest áherslan lögð á búfræðinám, þar sem það er á framhaldsskólastigi og stendur því nemendum nær en háskólanámið. Eftir kynningu og hádegisverð var haldið á nokkrar starfsstöðvar skólans m.a. sauðfjárbúið á Hesti með viðkomu á nautasæðingastöðinni þar sem heilsað var upp á Sveinbjörn Eyjólfsson forstöðumann, reiðkennsluaðstöðuna á Mið-Fossum og síðast í Hvanneyrarfjós.
Sem fyrr segir tókst ferðin hið besta og nemendur og kennari komu heim margs vísari. Á vef Landbúnaðarháskóla Íslands má sjá myndskreytta grein um heimsóknina.