Heilsueflandi grunnskóli

Það er oft bent á það að rækta líkamann til þess að viðhalda heilbrigði en ekki er síður mikilvægt að rækta geðheilsuna.

Dæmi um þætti sem einkenna góða geðheilsu er jákvætt viðhorf og vellíðan, sjálfsvirðing, bjartsýni og tilfinning fyrir því að hafa stjórn á lífi sínu og sjá hlutina í samhengi, og að hver einstaklingur fái að njóta sín sem best.

Í nýrri Aðalnámsskrá er unnið með 6 grunnþætti og er heilbrigði og velferð einn þeirra.  Þar eru meðal annars lagt til grundvallar jákvæð sjálfsmynd, andleg vellíðan, góð samskipti, og skilningur á eigin tilfinningum og annarra.

Marka á stefnu um geðrækt í skólanum til að efla alhliða vellíðan, öryggiskend og árangur allra.

Tilgangurinn með heilsueflandi skólum ( af heimasíðu landlaeknir.is):

Bæta námsárangur Heilbrigðir nemendur eiga betra með að læra en þeir sem sjúkir eru. Frummarkmið skóla er að námsárangur nemendanna verði sem mestur. Framsæknir heilsueflandi skólar leggja mikið af mörkum til þess að skólarnir nái náms- og samfélagsmarkmiðum sínum.

Auðvelda aðgerðir til að bæta heilsuna með því að efla þekkingu nemenda á heibrigði og þjálfa þá í rökhugsun, félagsmálum og framkomu. Í skólanum gefast oft góð tækifæri til að flétta heilbrigðismál og heilsuumræður saman við meginviðfangsefnin, t.d. lestur og reikning, og víkka þannig sjóndeildarhring nemenda.

Aðferðir heilsueflandi skóla auðvelda kennurum að útskýra fjölmörg almenn og sérhæfðari atriði í námsefninu og þjálfa nemdendur í að finna lausnir á margvíslegum viðfangsefnum á heimavelli og á heimsvísu.

Nemendurnir geta lært og þjálfað sig í ýmsum efnum, bæði handbragði, hugsun og framkomu, og þá líka heilsuhegðun, og allt þetta getur bætt námsgetu þeirra.