Góðir gestir heimsóttu skólann í gær til að fylgja eftir foreldraverðlaunum 2013 fyrir verkefnið Sveitadagar að vori í Varmahlíðarskóla. Heimsóttu þau bæi í Lýtingsstaðahreppi, skoðuðu mismunandi búskap og spjölluðu við nemendur og foreldra. Frá Heimili og skóla komu Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri og Anna Margrét Sigurðardóttir, formaður. Frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu komu Guðni Olgeirsson, sérfræðingur og Guðrún Birna Jóhannsdóttir, verkefnisstjóri.