Haustfundir verða miðvikudaginn 22. september kl. 15:00-16:00 í Varmahlíðarskóla.
Haustfundir fyrir foreldra eru kynningarfundir ætlaðir foreldrum og forsjáraðilum allra nemenda. Tilgangur fundanna er að kynna helstu áherslur skólastarfsins og gefa foreldrum tækifæri til þess að hitta stjórnendur, umsjónarkennara barna sinna og aðra foreldra í námshópnum. Árangursríkt skólastarf byggir á góðri samvinnu og gagnkvæmu trausti heimilis og skóla. Við vonumst til að sjá fulltrúa allra nemenda á fundinum því samstarf okkar er lykilatriði í að stuðla að jákvæðum árangri og velferð hvers nemanda.
Fyrirkomulag fundar er þannig að fyrst er stuttur sameiginlegur fundur allra. Síðan taka við stigskiptir fundir þar sem umsjónarkennarar fara nánar yfir markmið og áherslur í námi, samvinnu, samskiptum og menningu sinna aldurshópa. Þá er gert ráð fyrir að foreldrum gefist tækifæri til að fara á milli hópa til að hitta umsjónarkennara sinna barna ef um systkini er að ræða.