Haustfundir

Á árlegum haustfundum í bekkjum var farið yfir fasta liði í skólastarfinu. Fastir liðir eru þó reyndar ekki alltaf eins en eru málefni sem eru alla jafna á dagskrá og geta tekið breytingum með tímanum. Foreldrar sem hafa lengi haft tengsl við skólann heyra því oftar en einu sinni sömu umræðu en þeir sem koma í fyrsta sinn á slíka fundi heyra að öllum líkindum eitthvað nýtt. Þegar búið er að fara yfir málin og að taka helstu mál fyrir má ætla að vel sé mögulegt að stilla saman strengi í því verkefni sem framundan er.