Vel tókst til og gaman að sjá fjölbreytilega vinnu nemenda. Sumir bekkir sungu eða lásu á meðan aðrir sýndu leiknar stuttmyndir. Þær eru að finna hér, ásamt myndum af samverunni. Þetta verkefni er hluti af Heilsueflandi grunnskóla, undirþættinum geðrækt, en ákveðið hefur verið að hafa þessa vinnu árvissa.
Og þessu tengt: miðvikudaginn 22. apríl fóru allir starfsmenn skólans á námskeið á vegum Þekkingarmiðlunar. Fyrirlesari var Ingrid Kuhlman og viðfangsefnið var „Við sem vinnustaður – Að byggja brýr í samskiptum“. Þótti námskeiðið heppnast afar vel og