Eitt af því sem nemendur fást við á skólagöngu sinni er að læra um liðna atburði. Sumir atburðir virðast hafa meiri áhrif en aðrir á veraldarsöguna og má jafnvel segja að þeir hafi breytt gangi sögunnar eða í það minnsta haft áhrif á það hvernig líf þróast í heimsbyggðinni. Þó að kannski sé hæpið að tala um fyrri heimsstyrjöldina sem atburð, þar sem hún stóð alllengi, má segja að á meðan á henni stóð hafi margt breyst og ekki síður eftir hana. Nemendur í 9.bekk hafa að undanförnu fræðst um þetta tímabil og eru að vinna að því að vinna verkefni sem á að sýna hvernig var að vera á vettvangi og taka þátt. Hver og einn kemst að sinni niðurstöðu um tímabilið og leggur mat á áhrif hverrar manneskju á samtíma sinn. Þessi fjarlægu en þó sínálægu tímabil er hægt að skoða úr fjarska og að sjá að þeir sem að koma hafa ólík hlutverk og ólík og jafnvel ósamrýmanleg sjónarmið og getur það orðið til þess að allt breytist á svipstundu og verður aldrei aftur samt.