Margir dýrka og dá frelsið og njóta þess hverja stund, aðrir láta sig dreyma um það. Hvernig er það og hvað er eiginlega frelsi? er hægt að spyrja á ýmsum tímum um víða veröld og yrðu svörin eflaust nokkuð breytileg eftir þeim svarendum. Þetta er málefni sem má skoða frá ýmsum hliðum og er það viðfangsefni unglingadeildar í aðdraganda árshátíðar að þessu sinni. Nemendur setja þar upp söngleikinn Frelsi og eins og nafnið gefur til kynna er viðfangsefnið þessi stóra spurning. Söguhetjurnar eru unglingar sem glíma við daglegan veruleika sem þeir hafa ekki fulla stjórn á og þurfa þeir að kljást við hið góða og illa í sjálfum sér og samferðafólki sínu, sem og hin eilífu átök góðs og ills, en ekki er alltaf auðvelt að sjá hvað er í rauninni hið góða og hvað er andstæðan.
Söngleikurinn var saminn á Akranesi og var settur þar upp árið 2003. Höfundar eru Flosi Einarsson og Gunnar Sturla Hervarsson. Hann hefur verið settur upp allvíða síðan þá enda á viðfangsefnið erindi við flesta óháð stað og stund. Íris Olga Lúðvíksdóttir er leikstjóri hópsins.
Hér má sjá viðtal við leikstjórann: