Forvarnir

Þriðjudaginn 11.mars síðastliðinn kom Ásdís Ýr Arnardóttir í skólann og flutti fyrirlestur fyrir foreldra um samfélagsmiðla og öryggismál. Þar var veitt innsýn í þennan heim sem virðist vera orðinn hversdagslegur en þar leynast þó skúmaskot og margs konar hættur sem gott er að fá fræðslu um. Samhliða fræðslunni var tekið við spurningum úr sal og málefnin rædd, eins og til dæmis umgengnisreglur á netinu, samskiptavenjur, dulda merkingu orða og tákna og hvað er talið viðeigandi á hverjum aldri.