Þar var áð og lesið um hamarinn, en sagan segir að í honum sé álfabyggð og að í Sturlungu sé þess getið að þarna hafi verið samkomustaður. Þar hafi m.a. farið fram hestaat og kom fyrir að hestar féllu fram af hamrinum – af því nafnið dregið. Göngugarpar fengu ljómandi gott veður og var ferðin í alla staði hin besta. Gönguferðin er liður í samstarfi grunn- og leikskólanna í Varmahlíð sem kallast Gaman saman og hefur verið starfrækt í allnokkur ár.