Þemadagar

Skólinn er þátttakandi í Hreyfiviku UMFÍ, sem er hluti af evrópskri lýðheilsuherferð og miðar að því að fá sem flesta til að hreyfa sig.  Sem dæmi um hreyfingu eru áðurnefnd skógarhreinsun, brennó, ganga um hverfið, allskyns leikir og sund.

Allir geta tekið þátt í Hreyfiviku UMFÍ, við hvetjum fólk til að fara inn á síðuna, þar stendur m.a.

,,Það er mjög einfalt að taka þátt í Hreyfiviku UMFÍ með því að gerast boðberi hreyfingar. Hlutverk boðbera er að virkja fólkið í kringum sig, vekja athygli á því sem er í boði tengt lýðheilsu og íþróttum í nærsamfélaginu og standa fyrir viðburðum. 

Viðburðir í Hreyfivikunni geta verið af ýmsum toga. Þeir geta falist í opinni æfingu fyrir alla, göngutúrum, ókeypis í sund eða harmonikkuball."