Dagar

Verkefni hvers dags eru margvísleg. Sumir dagar eru fylltir af undirbúningi fyrir nánustu framtíð og getur það þá til dæmis verið undirbúningur fyrir árshátíð, danssýningu eða upplestrarkeppni svo að dæmi séu nefnd. Aðrir dagar eru fylltir af hefðbundnum en hversdagslegum störfum sem eru þó um leið undirbúningur fyrir annars konar verkefni sem okkur kunna að virðast hversdagsleg og jafnvel sjálfsögð, en til þess að geta leyst þau af hendi er einmitt gott að hafa undirbúið sig jafnvel óafvitandi. Margt af því sem við þjálfumst í er nefnilega æfing í verkum og öflun þekkingar sem við vitum kannski ekki hvort eða hvenær við notum. Þegar að því kemur að nýta námið er fullt tilefni til þess að gleðjast yfir því að hafa meðtekið það sem farið var yfir í náminu.